Óþol.

Ég er oft með mikið fótaóþol á kvöldin. Hvað er til ráða? Kveðja.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Fótaóeirð hrjáir um 10-20% þjóðarinnar og oft á tíðum vand með farinn kvilli. Greina þarf orsök fótaóeirðar til að finna rétta meðferð og koma þar mörg atriði til greina eins og t.d. undirliggjandi sjúkdómar eða aukaverkanir lyfja. Ekki er alltaf að finna orsök og er þá talið að þetta gangi í ættum. Hægt er að reyna kælimeðferð, nudd og ýmis lyf, t.d. magnesium, til að minnka einkenni en best er að heyra í heimilislækni til að fá skoðun og greiningu til að rétt meðferð geti hafist. Læt fylgja með ítarefni um fótaóeirð.

Gangi þér/ykkur vel.

https://doktor.frettabladid.is/grein/fotaoeird

https://www.heilsutorg.is/is/frettir/fotaoeird-thekkir-thu-einkennin-

https://www.laeknabladid.is/tolublod/2012/01/nr/4416

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.