Óþægindi og þristingur i höfði og andliti þakka svar

Óþægindi og þristingur í höfði og a ndliti er með hor í nefi og niður í kók
Þakka væntanlegt svar

Góðan daginn,

ég er nú ekki alveg klár á því hver fyrirspurnin er en ég gæti giskað að þú sért að velta fyrir þér hvað gæti verið að plaga þig út frá þessum einkennum?

Ég mun því kasta fram nokkrum hugmyndum sem gætu átt við þessi einkenni:

Verkur og eða þrýstingur í höfði ásamt nefrennsli og slími sem rennur niður í kok, eru allt einkenni ennis og kinnholusýkingar. Ef þú hefur verið með viðvarandi kvef eða áður fengið ennis og kinnholusýkingu er það ekki ólíklegt. Undir venjulegum kringumstæðum jafnar líkaminn sig á henni á 10 dögum en ef einkenni eru viðvarandi í meira en tvær vikur gæti verið þörf á sýklalyfjum.

Almennt kvef eða flensa. Ef þetta er eingöngu kvef, gengur það yfir á nokkrum dögum ef þú passar að drekka vel af vökva, hvíla þig og passa að verða ekki kalt. Venjulega fylgja fleiri einkenni flensu, svo sem hiti, beinverkir, mikil þreyta og jafnvel hósti.

Ef höfuðverkurinn ágerist eða verður viðvarandi í nokkra daga ráðlegg ég þér að heyra í þínum lækni.

Kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir

hjúkrunarfræðingur