óþægindi í hálsi

Ég byrjaði að finna fyrir óþægindum í hálsi í gær. Ég er ekki með hita né hósta. Það er bara alltaf eins og ég sé með eitthvað fast í hálsinum. Mér verður óglatt í kjölfarið. Þetta fer ekki þótt að ég borði eða drekki.

Annað: Svo í morgun vaknaði ég og fann fyrir óþægindum í tunguhaftinu. Það er eins og öðrumegin sé það bólgið. Þetta er ekki sárt en það sést greinilega að þetta er ekki eðlilegt. Það fylgir roði.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Mögulega getur verið sýking eða stífla í munnvatnskirtlum eða einhver vírus sem lýsir sér með þessum hætti. Ef þetta gengur ekki yfir af sjálfu sér skaltu setja þig í samband við heilsugæslulækni eða háls,nef og eyrnasérfræðing.