Óþægindi að neðan

Hæ,

Ég er stelpa og er með óþægindi að neðan. Þetta lýsir sér þannig að þetta er bólgið og svo eru eins og bólur þarna líka þó ekki margar en mér finnst þetta ekki líta út eins og blöðrur. Það er smá útferð en hún er hvít og ég finn ekki mikla lykt af henni. Það er ekkert voðalega sárt að pissa en það eru óþægindi. Mig klæjaði mikið en ég setti pevaryl á þetta haldandi að þetta væri kannski sveppasýking, ég er þó bara búin að gera það einu sinni og það hjálpaði mikið þó aðallega sló það á kláðann.

Getur verið að þetta sé ekki sveppasýking þrátt fyrir að pevarylið hafi slegið mikið á bæði kláðan og óþægindin?

Mér byrjaði að klæja á meðan ég var á túr en ég er nýbúin og ég hef alltaf fengið ertingu við að vera með dömubindi og sérstaklega þetta sem ég neyddist að vera með þar sem ég var upp í sveit og vatnið bilaði þannig að það var ekki hægt að þrífa þetta fyrr en eftir þrjá daga.

Daginn áður en ég byrjaði á túr stundaði ég kynlíf þannig þetta var pínu aumt vegna þess að það var frekar langt síðan síðast.

Þegar ég raka þetta svæði fæ ég oft eina og eina bólu en það sem mig langar helst að vita er hvort það sé óalgengt að það komi bólur og bólga útaf sveppasýkingu og finnst þér líklegt að það sé tilfellið?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú þarft að fara til læknis og fá skoðun á því hvað þetta er svo þú fáir rétta meðferð. Eftir lýsingunni getur þetta verið  til dæmis  sveppasýking,  bakteríusýking eftir rakstur eða kynfæravörtur svo eitthvað sé nefnt.  Í öllu falli þarftu aðstoð og rétta meðferð sem fyrst.

Gangi þér vel