óþægindi

Heil og sæl.
Ég fór fyrir næstum því ári að láta hengja upp blöðruna en það er langt síðan að legið og annar eggjastokkur var tekin. Síðan þá hef ég verið með óþægindi og stundum verki í kviðnum. Ég talaði við Kvensjúkdómalækni sl haust og það var sagt við mig að eftir síðustu skoðun að það væri ekkert að. Alla daga er ég með skrítna tilfinningu og aum.. KV von um svar

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er eitt að ekkert sé að og annað að það sé eitthvað  sem mögulega er hægt að lagfæra eða a.m.k. útskýra fyrir þér hvort þú megir eiga von á því að um sé að ræða eðlilega afleiðingu af aðgerðinni.

Ég hvet þig til þess að heyra í lækninum sem gerði aðgerðina og fá upplýsingar hjá honum/henni hvort þetta sé eðlileg afleiðing og hvort þú megir búast við að þetta sé varanlegt ástand eða hvort það sé eitthvað hægt að gera.

gangi þér vel