OsteoStrong

Er þetta eitthvað sem virkar eða er viðurkennt ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ákaflega erfitt að átta sig á því hvað hér er á ferðinni en við á Doktor.is höfum ekki heyrt af þessarri meðferð.

Ég finn engann  íslenskan aðila sem getur svarað fyrir þessa meðferð og heimasíðan er eingöngu íslensk þýðing á þessarri amerísku, en þó er gefið upp íslenskt aðsetur.

Ég get því ekkert fullyrt um hvort þetta virki. Ég get ekki séð að þetta sé almennt viðurkennt innan heilbrigðisgeirans en þetta lítur ekki út fyrir að vera hættulegt svona í fljótu bragði.

Trúlegt er samt sem áður að ef til er svo einföld leið til að laga beinþéttni að menn væru almennt farnir að nýta sér það í miklum mæli.

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur