Óreglulegar blæðingar + barneignir

Mig langar að fá upplýsingar um hvernig er hægt að vita hvenær egglos á ser stað, eða hvort að egglos eigi sér stað ef að maður er með óreglulegar blæðingar.
Tíðahringurinn minn er ekki alltaf jafn langur, oftast er hann 30 dagar, mínus/plús tveir dagar, en stundum fer hann alveg upp í 40-46 daga.
Ég fæ ekki miklar blæðingar, og þær eru oftast í 4 daga, ég fæ ekki milli blæðingar og eiginlega enga verki.

Ég og kærastinn minn erum búin að reyna að verða þunguð í tæplega ár.
ég hef nokkrum sinnum tekið þungunarpróf þegar blæðingarnar eru mjög seinar sem eru alltaf neikvæð.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Til að fylgjast með egglosi þá getur þú fyglst með einkennum eins og aukinni slímkenndri útferð sem verður í kringum egglos.  Einnig getur þú keypt þér egglospróf í apóteki sem sýnir hvenær egglos verður.

Gangi þér vel