Óreglulegar blæðingar

Hæhæ.
Ég er 18 ára stelpa með góða heilsu. Ég fór í fyrsta sinn á túr þegar ég var 13 ára og byrjaði sæmilega reglulega en ég skráði niður hvenær ég fór á túr og get því séð núna að þetta voru 10 skipti á einu ári. Eftir það byrjuðu blæðingarnar að verða mjög óreglulegar og það kom alveg fyrir að ég fór ekkert á túr í nokkra mánuði og alveg upp í 1 ár. Á síðasta ári fór ég til dæmis bara 4 sinnum á túr og ég er því farin að hafa verulegar áhyggjur af þessu. Ég veit að blæðingar geta verið óreglulegar fyrstu árin en mér finnst samt 5 ár frekar langur tími! Getur þetta verið eitthvað hættulegt og finnst þér að ég ætti að leita til kvennsjúkdómalæknis og láta athuga hvort það sé eitthvað að?
Með fyrirfram þökk.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Tíðir geta fallið niður og ekkert óeðlilegt að það gerist allt að tvisvar sinnum á ári. Einnig geta þær verið mismiklar og mislangar. Það sem getur haft áhrif á tíðarhringinn er t.d stress, mikið þyngdartap eða aukning, ferðalög, veikind ofl

Meðferð við óreglulegum blæðingum er oft að taka getnaðarvarnarpilluna til að koma stjórn á hringinn. Því mæli ég með því að þú leitir þér frekari upplýsinga hjá kvensjúkdómalækni.

Gangi þér vel