óreglulegar blæðingar

Sæl/sæll

Ég er búin að vera með lykkjuna núna í ár. Fyrstu 10 mánuðina var hún ekki að valda mér neinum vandræðum. Ég fór sjaldan á túr og þá mjög lítið. Fyrir 3 mánuðum byrjaði ég hins vegar að fara á mun meiri blæðingar og fá mikla túrverki. Ég hitti kvensjúdkómalækninn minn fyrir rúmum mánuði og þá kom í ljós að ég er með blöðru á hægri eggjastokknum. Hann sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu strax en ég mun hitta hann aftur eftir 2 mánuði og hann sagði að vonandi yrði hún farin fyrir það annars myndi hann skoða þetta betur.

Áhyggjur mínar eru samt aðallega þær að ég er núna búin að vera á svokölluðum blettablæðingum í næstum því mánuð. Þetta er alls ekki mikið og ekki endilega alla daga. Af og til fæ ég líka mikla túrverki. Einnig kemur stundum vond lykt. Ég er farin að hafa smá áhyggjur, hvað ætti ég að gera?

Með von um góð svör.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Óreglulegar blæðingar eru ekki óalgengar hjá konum með hormónalykkjuna,sérstaklega fyrstu mánuði eftir að hún er sett upp en með koparlykkjunni geta blæðingar orðið meiri en áður. Það er aðeins aukin sýkingarhætta sem fylgir koparlykkjunni. Ef það kemur vond lykt ráðlegg ég þér að flýta tímanum þínum hjá lækninum og athuga hvort um sýkingu sé að ræða.

 

Gangi þér vel