Óreglulegar blæðingar

Hæ, málið er að ég hef haft óreglulegar blæðingar lengi, en þær hafa þó alltaf komið en kannski á 2 mánaða fresti en kvensjúkdómalæknirinn minn sagði að það væri allt í lagi á meðan þær koma. Núna hef ég ekki farið á blæðingar í rúma 3 mánuði. Ég fór til kvensjúkdómalæknis og allt kom fullkomið út þar og ekkert vesen. Ég hef alltaf verið í góðri þjálfun en hef verið í meira upp á síðkastið en vanalega og er komin niður í 18% í fituprósentu. Ég er þó að borða fullkomlega eðlilega en mjög hollt og mér líður rosalega vel. Ég fæ stundum verki eins og ég sé að byrja á blæðingum en svo kemur ekkert. Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhgyggjur af?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ofþjálfun og of lág fituprósenta virðist hafa heilmikil áhrif á tíðahring kvenna og er þetta langlíklegasta skýringin á blæðingarstoppi og óreglu í þínu tilviki, sérstaklega þar sem þú ert búin að fara og láta skoða þig.

Eina ráðið er að slaka aðeins á æfingunum og gefa líkamanum tækifæri til þess að starfa með þeim hætti sem honum er ætlað.

Mundu svo að fara reglulega í krabbameinseftirlit !

Gangi þér vel