Óreglulegar blæðingar

Ég er að verða 15ára og ætla forvitnast aðeins . Ég átti að byrja á blæðingum 5.april en ég er ekki enn byrjuð og ég veit að ég er ekki ólétt. Ég fór í ferðalag  í fyrradag og hélt að það myndi byrja útaf þrýstingnum i flugvélinni  en ég er ekki byrjuð er þetta eitthvað hættulegt!

Kveðja.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru allar líkur á að þú byrir á blæðingum næstu daga. Spenna og ferðalög geta einmitt seinkað blæðingum.

Hjá ungum stelpum/konum getur tíðahringurinn líka verið óreglulegur án þess að ástæða finnist. Sumar lenda oft í þessu aðrar sjaldan.

Ég set með tengil á ágæta grein um tíðahringinn sem kemur þér kannski að gagni

Gangi þér vel