Ör eftir bólur/húðsjúkdóm

hæhæ,

Mig langar svo að forvitnast hvort hægt sé að gera eitthvað við örum sem eru um allt brjóstbak og bringu eftir húðsjúkdóm (acnee) sem er núna búinn að liggja niðri í að verða 2 ár, en örin eru stór, rauð og mörg hver upphleyft.

Hvað er besta lausnin til þess að laga eða að minnsta kosti reyna að laga/fegra þetta?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er hægt að meðhöndla ör eftir bólur þannig að einkenni minnki verulega. Húðlæknastofur og snyrtistofur eru að bjóða upp á slíka meðferð. Það fer eftir umfangi og útliti öranna hvaða meðferð mundi henta þér best. Meðferðin getur verið kostnaðarsöm þannig að þú skalt skoða þetta vel áður en þú ferð af stað. Ég ráðlegg þér að kynna þér á netinu hvað er í boði og ráðfæra þig við snyrtifræðing og/eða húðlækni um hvaða meðferð mundi henta þér best.

Gangi þér vel