Ör eftir bólur í andliti og þurrar varir

Góðan dag ég var að spá hvort ég geti einhvern vegin losnað við ör eftir bólur, án þess að fara til húðlæknis né í einhvers konar leyser meðferð. Eru einhverjar húðvörur í apóteki eða jafnvel einhverjar heimilisvörur sem geta hjálpað við að losna við ör eða að minnsta kosti minnkað þau?
Einnig hvernig sólavörn er best að nota fyrir andlitið sem virkar líka sem rakakrem og ef ég er máluð á ég þá að bera sólavörn áður en ég set snyrtivörur framan í mig. Ég er líka oft með þurrar varir einhver ráð við því sem gera þær ekki verri. Ef ég ber varasalva eða kókosolíu á varirnar tek ég eftir að ég fæ bara meira varaþurrk.
Takk og afsakið spurningaflóðið.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru til ýmsar húðvörur í apótekum sem eiga að aðstoða við að draga úr örmyndun en ég mæli samt sem áður með því að ráðfæra sig við húðlækni. Það getur verið kostnaðarsamt að prufa ýmis krem með misjöfnum árangri og þá er peningunum væntanlega betur varið í fagmann sem hefur þekkingu á því að leysa vandann.

Gríðarlegt magn er til af sólarvörn og margar snyrtivörur innihalda sólarvörn. Fáðu ráðgjöf í apóteki eða snyrtivöruverslun.

Varaþurrkur er oftast vísbending   um að viðkomandi sé ekki að drekka nægilega mikið vatn. Það hefur líka áhrif á húðina almennt, hún verður frekar óhrein með fitu og þurrkablettum. Það er ekki nóg að bera varasalva eða kókosolíu á varirnar ef þú ert ekki að vökva húðina líka innan frá.  Prufaðu að auka vatnsdrykkjuna í 1 viku og gáðu hvort þú finnir ekki mun.

Gagni þér vel