ónýt gallblaðra og fitutap.


ég er búin að vera að stunda líkamsrækt frá árinu 2010 verið mikið að lyfta og lifað mjög heilsusamlegu líferni létti mig um 20 kg á árinu 2010 og hef haldið því af.
málið er að ég tók mér góða pásu frá æfingum í fyrra þyngdist einhvað en ekkert að ráði samt , hef verið að rokka á milli 65-68 kg hef verið í besta forminun 63 kg .
í byrjun sumars var ég svo orðin 74 kg og hugsaði að nú væri komin timi á endurupptöku hreyfingar og heilsusamlegra lífernis á ný.
ég byrja svo á fullu í fjarþjálfun og gengur vel er í því fram í september þá búin að létta mig um 3-4 kg og styrkja mig helling.
í september þann 15 hætti ég að reykja notaði einginn lyf eða neitt 🙂 byrjaði í Boot camp og héllt matnum áfram í góðu lagi.
ég fer svo á viktina í endaðann september og er þá orðin 77 kg…….um miðjann október fæ ég svo Gallsteina kast mjög slæmt og fæ að vita að ég er með ónýta gallblöðru sem er full af steinum og virkar ekki og hefur ekki gert í einhvern tíma samkvæmt lækninum.
ég var alveg ákveðin í að koma tölunni niður á viktinni gerði drastískar breitingat í mataræðinu og hélt áfram að hreyfa mig 5x í viku.
í dag er ég enn að bíða eftir að komast í aðgerð og viktinn segir enn 77 kg.
getur verið að þessi stöðnun og þyngdaraukning þrátt fyrir gott mataræði og hreyfingu sé út af ónýtri Gallblöðru.
plís ég er að gefast upp
kv

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Mér finnst ekki líklegt að það tengist ónýtu gallblöðrunni þinni að þér gengur ekki betur að ná árangri með þyngdina þína. Ekki nema gallsteinaköstin hafi haft áhrif á lifrarstarfsemina en þá ætti það að koma fram í blóðprufum og vonandi er búið að skoða það. Mér finnst líklegra að þetta tengist því að þú ert nýhætt að reykja. Við það að hætta að reykja minnkar bruni líkamans um ca 10% til að byrja með eða sem svarar til 140-210 kkal. Þess vegna er algengt að fólk þyngist talsvert fyrst eftir að það hættir að reykja eða á meðan líkaminn er að aðlagast nýja brennslustiginu. Það má því líta á þetta þannig að þú hafir í raun náð heilmiklum árangri með því að halda þér í sömu þyngd þessa fyrstu mánuði eftir að þú hættir að reykja. Haltu endilega áfram þessum góða lífsstíl sem þú ert búin að stunda undanfarið og trúðu mér það kemur að því að árangurinn fer að skila sér. Ég er sannfærð um að þessar góðu breytingar eiga eftir að skila þér mun betri líðan og jafnari orku og svo ertu orðin reyklaus að auki.

Ég set hér með tengil á frekari ráðleggingar um reykleysi án þess að þyngjast.

Gangi þér vel