Ólétta

Góðan daginn

Síðasti dagur blæðinga hjá mér var 6.10.15 og fór ég í skoðun 15.12.15 þar kom i ljós að ég var gengin rúmar 5 vikur á leið. Ég bjóst við því að ég væri gengin um 8 vikur á leið. Hvað getur útskýrt þetta ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Óreglulegt egglos getur skýrt þennan mismun.

Yfirleitt er talið frá fyrsta degi síðustu blæðinga.  Einnig getur tímasetning skýrst betur í næsta sónar þar sem þú ert svo stutt gengin.

Vil ég benda þér á vefinn ljosmodir.is þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar tengt meðgöngu og fæðingu m.a meðgöngudagatal þar sem áætlaður fæðingadagur er reiknaður út frá fyrsta degi síðustu blæðinga og greint er frá fósturþroska viku fyrir viku.

Gangi þér vel