Hæhæ
Mega ólettar konur sippa?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er mjög persónubundið hversu erfiðar æfingar kona getur stundað á meðgöngu. Margar hraustar konur stunda stífa líkamsþjálfun alla meðgöngu en yfirleitt er æskilegt að trappa niður ákafann þegar líðar tekur á meðgöngu en stunda samt áfram líkamsþjálfun alla meðgönguna. Létt sipp er í raun eins og skokk og því ætti að vera hægt að sippa áfram á meðgöngu en ef mikill ákafi er í hoppinu getur komið óæskileg álag á leghálsinn sem gæti hugsanlega flýtt fyrir fæðingu. Það er best fyrir þig að hafa ljósmóður sína með í ráðum í þessu máli.
Gangi þér vel.