Ólétt en ekki ólétt….

Sæl veriði

Ég er orðin ansi ringluð því að ég er með öll einkennni þungunar og búin að taka 3 þungunarpróf með viku millibili og alltaf kemur neikvætt. Á ég að bóka tíma hjá kvennsjúkdómalækninum mínum eða bara reyna þrauka þetta út?

Einkenni: Ógleði, þreyta, svimi, mikill kláði í brjóstum, 14-16 daga töf á blæðingum svo 3 dagar að hálf brúnni útferð, krampar í maga, við nafla og berast uppávið, verk fyrir brjóstið, fékk einhvern verk hægramegin við eggastokka við samlíf sem að fór svo að lokum.

Er eitthvað annað sem gæti verið að, sem lætur eins og þungun. endilega láta mig vita.

Takk fyrir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú getur haft samband við heimilislækninn og byrjað á blóðpufu. Þá er hægt að fá öruggt svar um hvort þú ert ólétt eða ekki. Ef ekki þarf svo að skoða hvað annað gæti verið að angra þig.

Gangi þér vel