ólétt eða jafna mig eftir pilluna?

Góðan daginn, ég og kærastinn minn erum að reyna eignast barn. Ég semsagt hætti á pillunni í 19 febrúar og fór á blæðingar 22 febrúnar. Ég fór til kvennsjúkdómalæknis sirka 2 vikum eftir í skoðun og þar sást að ég væri með egglos og allt í flottu lagi, ég fann fyrir smá egglosverkjum. Ég fór aftur á blæðingar 23 mars, og fann svo aftur fyrir egglos verkjum 7 apríl, mér var mjög íllt i geirvörtunum og mjög aum í brjóstunum í svona 5 daga. Ég byrjaði að finna fyrir mikilli þreytu, mjög bumbult, stanslausan hausverk, aum í móðurlífinu, ógleði annarslagið, frekar máttlaus í líkamanum og eins og ég væri mjög blaut alltaf, fannst eins og eg væri stundum buin að pissa í mig… Ég átti að byrja á blæðingum 19 apríl en það kom ekkert, mjög þung í leginu, endalaus þreyta, hausverkur og ógleði. Ég tók óléttupróf á laugardaginn, þá voru liðnir 3 dagar síðan ég hefði átt að byrja en það kom neikvætt. Nema svo sunnudags morgun byrjaði að koma ljósbrún útferð og þegar leið á deginum byrjaði hun að verða dekkri. Í morgun vaknaði ég og fann fyrir túrverkum og dökkrauðu blóði og hefur verið þannig í dag. Ég er vön að vera á mjög reglulegum blæðingum og þegar ég byrja er eg yfirleitt á miklum en finnst þetta svo óvenjulegt og það að vera næstum 5 dögum sein… Getur verið að ég sé ólétt eða er þetta bara venjulegt?

 

Sæl.

Ef þungunarprófið var neikvætt má gera ráð fyrir að þú sért ekki ólétt. Það er ekki óalgengt að einhver breyting geti orðið á blæðingum milli tímabila þó þær séu annars mjög reglulegur.  Til að vera alveg viss getur þú tekið annað þungunarpróf eftir nokkra daga.

 

Gangi ykkur vel