ólétt eða ekki? Hjálp!!

Halló, Ég er 15 ára (á sextánda ári) og nýlega byrjuð á pilluni, búin að vera á henni í þrjá mánuði.  Eftir tvo daga á ég að byrja aftur á pillunni og ég er ekki byrjuð á blæðingum og er að deyja yfir því!

Ég og kærastinn minn höfum alltaf notað smokk þegar við stundum kynlíf, er samt með á tilfinningunni að ég sé ólétt.. Hvernig? ekki spurja mig.. en hvað á ég að gera? hvert á ég að snúa mér? hvern get ég talað við? fóstureyðing? (hvað kostar fóstureyðing og allt í kring um það?) kostar mikið að fara í sónar til að athuga hvort ég sé ólétt? er ég kanski bara að fríka út yfir engu? óléttupróf? (hvernig virka þau? þarf ég að vera á einhverjum ákveðnum stað í tíðarhringnum til að það virki rétt eða?) það eru svoo margar spurningar sem ég ætti að vita svörin við en veit ekki..

Hvað á ég að gera? er ráðalaus og veit ekkert hvað er í gangi…

Takk fyrir mig.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta eru margar spurningar sem þú og kærastinn þinn ættuð að fá svör við, hvort heldur sem þú ert ólétt núna eða ekki.

Óregla á blæðingum er býsna algeng sérstaklega fyrstu mánuðina eftir að þú byrjar á pillunni

Þú getur byrjað á því að kaupa óléttupróf í apoteki eða kjörbúð. þau eru býsna áreiðanleg og einföld í notkun.  Mæðravernd er ókeypis á íslandi svo ef þú ert ólétt þá getur þú farið á heilsugæsluna og talað við hjúkrunarfræðing þar og fengið allar upplýsingar sem þú þarft varðandi framhaldið. Svo er alltaf gott að leita til foreldra sinna eftir aðstoð.

Ég mæli með því að þú og kærastinn þinn pantið tíma á heilsugæslunni hjá þeim lækni sem skrifar upp á pilluna fyrir þig og þið ræðið þessi mál og fáið upplýsingar um hvernig þig eigið að snúa ykkur ef og þegar kemur að því að þú verður ólétt.

Gangi þér vel