Ólétt 52 ára

Góðan daginn
Mig langar til að vita hvort það sé möguleiki að vera óléttur 52 ára. Ég hafði síðast miklar blæðingar fyrir 6 mánuðum síðan en svo eitthvað smá fyrir 3 mánuðum síðan. Nú er svo komið að ég er skilin og fór því ekki nógu varlega ekki alls fyrir löngu og er þess vegna með þessar áhyggjur.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Líkurnar á getnaði eru ekki miklar en vissulega er það möguleiki. Ég ráðlegg þér að taka þungunarpróf til að fá úr þessu skorið. Líklega er það neikvætt og þá getur þú hætt að hugsa um þetta.

Gangi þér vel