Ólétt??

Góðan daginn,

Ég er komin 6 daga fram yfir og hef áhyggjur á því að ég sé ólétt. Finn léttan þrýsting þegar ég ýti létt á neðan verðan magann og þegar ég ligg á maganum og svona krampar eins og ég sé að byrja á túr en ekkert gerist. Tók óléttupróf í morgun og það var neikvætt.
Er möguleiki á að ég sé þrátt fyrir það ólétt?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Neikvætt þungunarpróf þarf ekki endilega að þýða að þú sért ekki þunguð. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að meðgönguhormónið mælist ekki á prófinu. Algengasta ástæðan er sú að prófið er tekið of snemma en þú þarft einnig að passa að drekka ekki mikinn vökva áður en þú tekur prófið til að þvagið verði ekki útþynnt og styrkleiki hormónsins sem prófið mælir minnki. Lestu vel leiðbeiningarnar á þungunarprófinu áður en þú tekur það, því það getur líka skipt máli að hvaða tíma dags prófið er tekið. Yfirleitt er mælt með að prófið sé tekið fyrst að morgni því þá er styrkleiki hormónsins mestur í þvaginu.  Ef þú heldur að þú sért þunguð en færð neikvætt þungunarpróf skaltu endurtaka prófið eftir viku.

Gangi þér vel