Óhefðbundið þunglyndi

Góðan dag,

Nýlega var ég greindur með þunglyndi á háu stigi og fór því að leita mér upplýsinga um sjúkdóminn á netinu.

Ég er ekki að finna nein af þessu hefðbundnu einkennum eins og:
þreyta
listaleysi eða ofát
lakara sjálfstraust
kvíði
svartsýni
eða einangrun

Ég er núna hálfnaður með meistaranám og hóf nýlega að starfa í krefjandi starfi. Hef aldrei verið í betra líkamlegu formi og er farinn að vilja fara meira út að hitta fólk.

Samt finn ég fyrir depurð og stundum sökkvandi tilfinningu (sem kemur allt í einu upp, get þess vegna verið að vaska upp) og hef stundum velt því fyrir mér hvort þetta sé bara ég. Að ég sé einfaldlega dapur einstaklingur?

Mín spurning er þessi:

Getur það verið að einstaklingur geti verið mjög virkur í samfélaginu og hefur gaman að því að takast á við áskoranir samt verið þunglyndur?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Allir geta upplifað þunglyndi, burtséð frá því hversu virkir þeir eru í lífinu. Það að hafa of mikið að gera getur einnig valdið kvíða, en mikilvægt er fyrir þig að finna hvað það er sem veldur kvíðanum. Ég hvet þig eindregið til að panta þér tíma hjá sálfræðingi til að greina líðanina enn frekar, en upplýsingar um tímabókanir má finna á næstu heilsugæslustöð.

Gangi þér sem allra best.