ógleði á meðgöngu

er óhætt að taka Navidoxine og Premosan við ógleði á meðgöngu ?

Sæl/l og takk fyrir fyrirpurnina

Hvorugt lyfið er til í íslensku sérlyfjaskránni og þannig ekki notað á íslandi. Nauðsynlegt er að fá uppgefið hvert sé virka innihaldsefni lyfsins en ekki nafnið sem framleiðandinn gefur því til þess að hægt sé að finna út úr þessu. Venjulega er virka efni lyfsins skáletrað eða með minni stöfum undir heiti lyfsins á pakkningunni og mögulega er verið að nota svipuð lyf (þ.e. sama virka efnið) en með öðru nafni hér á landi

Mér sýnist að virka efnið í Navidoxine sé meclozine og á íslandi er til lyf sem heitir Postafen og hér er slóð á  fylgiseðilinn með því lyfi.

Ég finn ekkert um Premosan.

Flest ógleðistillandi lyf hafa aukaverkanir en þau sem verið er að  gefa konum á meðgöngu eru vel valin og læknir skrifar ekki upp á þau nema annað sé fullreynt og ástæða til að ætla að móðir og barn geti orðið fyrir frekari skaða ef lyfin er eru ekki notuð.

Þannig á alltaf að ráðfæra sig við lækni áður en ógleðistillandi lyf eru tekin á meðgöngu

Gangi þér vel