Ógleði

Ég er búin að vera með ógleði í svolítið langan tíma, aðallega hálftíma eftir að ég borða

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ógleði er oftast  einkenni um truflun í meltingarfærum sem getur stafað af ýmsu, t.d. vírus ( gubbupest), fæðuóþoli  eða magabólgum. Ógleði getur einnig komið fram við þungun , truflun í starfssemi miðtaugakerfis eða aukaverkun lyfja svo eitthvað sé nefnt.

Ræddu við lækninn þinn og fáðu skoðun og mat á því hvað geti verið að valda þessum einkennum og þá viðeigandi meðferð.

Gangi þér vel