Ofursviti eða Hyperhidrosis

Sæl.
Ég er 26 ára karlmaður og er að glíma við vandamálið að svitna rosalega mikið.
Ég má ekki hreifa mig neitt þá byrja ég að ofursvitna. Það má ekki hækka hitin í kringum mig um 0.5 °C þá byrja ég að ofur svitna. Ég svitna út um allt en pínlegast er að svita svona mikið á hausnum, bakinu og rassinum/kynfærum/nára.
Ég er búinn að prufa svona betablokkera sem ég fékk frá lækni og skilaði það eingum árangri.
Ég er búinn að vera lesa mig til um lyfið robinul. búinn að lesa hundruði pósta frá fólki sem notar þetta með miklum árangri til að minnka þetta kvimlega vandamál.
Ég finn ekki þetta lyf hérna á lyfjabókinni og er eins og það sé ekki fáanlegt hérna.
Mig langar að vita hvort þið hafið heyrt um þetta lyf. og/eða hvort þið vitið um góð ráð við þessu ömurlega vandamáli.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Sæll, mér langar að benda þér á nokkrar greinar og fyrirspurnir sem eru hér á doktor.is

https://doktor.frettabladid.is/grein/sviti-svitakirtlar

https://doktor.frettabladid.is/fyrirspurn/mikil-svitamyndun

https://doktor.frettabladid.is/fyrirspurn/mikil-svitamyndun-sem-truflar-svefn

https://doktor.frettabladid.is/fyrirspurn/ofvirkir-svitakirtlar-hvao-er-til-raoa

 

varðandi þetta lyf sem þú spyrð um er best að ræða það við lækni hvort það sé hægt að fá það hér og hvort það gæti hentað þér.

Gangi þér vel.