Ofþyngd

Ég er að verða 58 ára, er 1,73m á hæð og 106 kg. Ég er með slitgigt,búinn að fara í liðskiptaaðgerð á hægri mjöðm,er að fara í aðgerð á þeirri vinstri og hægra hnéð er mjög lélegt. Ég veit að ég er alltof þungur en á erfitt með hreyfingu vegna liðverkja. Hvað get ég gert ?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það sem þú gætir gert er fyrst og fremst að skoða mataræðið þitt og athuga hvað þú gætir lagfært þar. Ég hvet þig til að leita ráða hjá þínum lækni og mögulega gæti hann vísað þér til næringarfræðings. Eins set ég tengil á góða grein sem gæti komið þér á sporið. Hún er um svokallað miðjarðarhafsmataræði en gigtarsjúklingum er gjarnan bent á það eins og þú getur líka lesið um á síðu gigtarfélagsins. Umfjöllunin það er reyndar tileinkuð liðagigtarsjúklingum  en hún á við um fleiri hópa.

Gangi þér vel