Ofsakvíði og kvíðisköst

Hæ Doktor,

Ég hef verið með tannskemmd sem ég hef ekki latið líta á í 4 mánuði sem mig grunar að sé komin sýking, mér hefur liðið mjög illa orðinn mjög kvíðinn fyrir almennings stöðum og heilsunni minni ég held alltaf ég se að fá hjartaáfall eða hugsa það sé eitthvað að mér hef aldrei verið svona kvíðinn áður er búinn að fara í skoðun tvisvar sinnum hjá læknum x-ray af hjarta og lungun verið hlustað var liggjandi i hjartariti yfir hálfa nótt uppá slysó og ekkert verið að mèr heilsuhraustur þetta byrjaði allt fyrir svona 4 til 5 mánuðum síðan þarf stundum að stoppa þegar ég er að keyra byrjaður að fá kvíðisköst um leið og dettur inn heilsu hugsun. Erfitt að anda hjartsláttur verður hraður, verð flökurt, hef fengið niðurgang nokkur skipti. Ég er farinn að halda mér frá stöðum sem kveikja á kvíðisköstunum.

Getur þetta verið tengt tannsýkingu þessi kvíði og ranghugmyndir ég veit ekki hvað á að gera.

 

Sæll

Takk fyrir fyrirspurnina

Ég ráðlegg þér að láta skoða þig hjá tannlækni til þess að kanna hvort að þú sért með sýkingu í munni. Einkenni sýkingar eru yfirleitt, hiti, verkur, roði og bólga. Það er gott að þú sért búinn að láta skoða þig almennilega m.t.t einkenna frá hjarta en þú ert að lýsa töluverðum kvíða einkennum en líkamleg einkenni kvíða geta einmitt verið ör hjartsláttur og magaóþægindi.

Þessi einkenni gætu bent til að þú sért með heilsukvíða en fagaðili þarf að skera úr um það. Eftirfarandi spurningar eru inn á heimasíðu kvíðarmeðferðarstöðinnar http://kms.is/heilsukvidhi/ og gætu mögulega hjálpað þér:

Til að teljast vera með heilsukvíða þarf að ná viðmiðum A til D hér að neðan en auk þess þarf vandinn að hafa verið til staðar í að minnsta kosti hálft ár þótt áhyggjurnar geti hafa beinst að mismunandi sjúkdómum á því tímabili.

A. Hefur þú áhyggjur af því að vera haldinn, eða veikjast, af alvarlegum sjúkdómi?

B. Eru líkamlegu einkennin sem þú finnur fyrir væg (t.d. ekki mjög sárir verkir) ef þau eru til staðar? Eru áhyggjur þínar meiri en eðlilegt er af þessum einkennum?

C. Ert þú með mikinn kvíða tengdan heilsunni og færð þú auðveldlega áhyggjur af heilsufari þínu?

D. Ástundar þú óhóflega heilsutengda hegðun (t.d. forðast alfarið matvörur sem geta verið krabbameinsvaldandi) eða forðast eitt og annað sem kemur sér illa fyrir þig (t.d. læknisheimsóknir, áreynslu).

Hugræn atferlismeðferð hefur reynst mjög vel við meðhöndlun á kvíða. Ég ráðlegg þér að leita til sálfræðings- eða geðlæknis til þess að skera úr um hvað sé að hrjá þig og fá aðstoð.

Gangi þér vel