Ofsakláði.

Góðan dag. Ég fæ svo mikinn kláða um allan líkamann. Kemur og fer og kemur svo aftur annarsstaðar. Fylgir þessu litlar bólur.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta hljómar svolítið eins og svokallaðar hitabólur eða ofnæmi.

Nú hef ég ekki séð bólurnar og því erfitt að meta það, en samkvæmt þessari lýsingu hjá þér finnst mér líklegra að þetta séu hitabólur. Þú getur prufað að kaupa Weleda krem í apóteki og borið á bólurnar, það krem er róandi fyrir húðina.

Ef það virkar ekki getur þú prufað að kaupa ofnæmistöflur eins og lóritín í apóteki.

Alltaf er hinsvegar best að hitta lækni og láta hann skoða bólurnar til þess að vera viss um hvað þetta er nákvæmlega og hver er besta meðferðin við því.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir
Hjúkrunarfræðingur