Ófrjósemi

Ég er 33 ára kona. Ég hætti á pillunni fyrir 2 og hálfu ári síðan en verð ekki ólétt.
Ég hef verið með manninum mínum í 17 ár og eigum við saman 2 unglingsdrengi.

Við höfum ekki notað neinar getnaðarvarnir en ekkert gerist.

Ég fór til kvensjúkdómalæknis fyrir um ári vegna óreglulegra blæðinga en allt kom út fínt þar og blæðingarnar hafa verið reglulegar síðan þá.

Mig langaði að forvitnast hvort það sé ekki eiginlega alveg öruggt að við séum ófrjó. Annað okkar eða bæði?

Kv.ein sem er pínu nervos

 

Sæl.

Það er ekki óalgengt að það taki einhvern tíma að verða aftur ólétt eftir langt hlé.  Æskilegt er að maðurinn þinn láti líka rannsaka sig en það getur hafa orðið breyting á sæðiframleiðslu eða virkni sæðifruma yfir árin.  Ég ráðlegg ykkur að fara saman á IVF-klíníkina Reykjavík þar sem ykkar mál eru skoðuð sameiginlega en þar starfa sérfræðingar í ófrjósemi.

 

Gangi ykkur vel.