Ófrískar konur og Zyban

Spurning:

Mega ófrískar konur nota nýja lyfið til að hætta að reykja (zyban)?

Svar:

Það ætti ekki að nota Zyban á meðgöngu vegna þess að öryggi þess hefur ekki verið staðfest. Dýratilraunir benda ekki til fósturskaða.

Barnshafandi konur ættu samt að reyna að hætta að reykja.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur