Ofnæmisviðbrögð

Kæri viðtakandi.
Mig langar að kanna hver rétt viðbrögð væru ef upp kæmu alvarleg ofnæmisviðbrögð svo sem vegna eggjaofnæmis, fiskofnæmis eða eitthvað slíkt.

Með von um góð svör.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Fyrstu viðbrögð við ofnæmi eru alltaf að reyna að fjarlægja ofnæmisvaldinn ef hægt er og síðan þarf að fylgjast með viðkomandi með tilliti til þess hvort bólguviðbrögð í andliti koma fram.  Hættan er að bólgan verði það mikil að hún hafi áhrif á öndun og þess vegna er mikilvægt að koma viðkomandi undir læknishendur sem allra fyrst ef minnsti grunur er á slíku.

Þeir sem eru með þekkt bráðaofnæmi eru gjarnan með ofnæmispenna með adrenalíni og hann á að nota í svona tilfellum á meðan beðið er eftir frekari aðstoð.

Meðfylgjandi er tengill á umfjöllun um ofnæmi á doktor.is

Gangi þér vel