Ofnæmi og Mygla?

Sæll/sæl

Sonur minn, tæpra fjórtán ára, er með ofnæmi fyrir frjókornum, fíflum og grasi. Í skólanum hans fannst svo myglusveppur sem sennilega hefur grasserað þar í nokkur ár (nýlega er búið að laga megnið af myglusveppaskemmdunum). Strákurinn hefur oft verið þreyttur þegar hann kemur heim úr skólanum og hreyfingarnar hjá honum, t.d. í fótboltanum, eru ekki eins og þær voru.  Er hann viðkvæmari en aðrir fyrir áhrifum myglusvepps en aðrir vegna þess að hann er „ofnæmisbarn“? Ef svo er, hvað er þá hægt að gera í þessum tilviki?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ofnæmi hefur áfrif á slímhúðirnar í öndunarveginum og þær verða viðkvæmari fyrir öllu áreiti. Þannig gæti hann verið viðkvæmari fyrir myglu en á að líða betur um leið og hann kemst í burtu frá því sem orsakar ertinguna. Það sem hægt er að gera er að reyna eftir fremsta megni að halda ofnæminu niðri og  halda sig frá ofnæmisvöldunum.  Ef búið er að hreinsa burt alla myglusveppi og gró þá ættu einkennin að ganga tilbaka hjá flestum. Ef ekki þá er um að gera að fá ráð hjá ofnæmislækni.   Ég set með tengla á góðar umfjallanir um efni þessu tengt sem koma þér vonandi að gagni.

http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/heimilid/raki-og-mygla/

http://www.ni.is/grodur/Flora/Sveppir/sveppatidindi/greinar/nr/458

Gangi ykkur vel