ofnæmi

 

Hæ ég er 15 ára og ég á kött. Ég er með astma og hósta mjög miklu slími sem er mjög óþæginlegt… Og svo er ég líka með ofnæmi fyrir kettinum mínum ef ég er mikið að klappa henni þá bólgna augun í mér og ég hósta ennþá meira. Ég var að pæla hvort það væri einhvað sem ég get gert til að losna við ofnæmið og hætta alltaf að hósta svona miklu slími? Eða verð ég að láta kisuna mína fara?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ofnæmi er þess eðlis að það lagast ekki nema að forðast það sem veldur ofnæminu, sem er í þínu tilfelli kisan. Það eru til ýmis lyf sem geta aðstoðað við að halda einkennunum niðri og eins hafa verið gerðar tilraunir með svokallaðri ofnæmisbælingu en hvor tveggja getur þú fengið betri upplýsingar um hjá þínum heimilislækni.

Ég set með tengil á góða grein um ofnæmi sem getur mögulega gagnast þér

Gangi þér vel