of thung

Hæ, afsakid hvernig eg skrifa vona ad thid skiljid thetta 🙂 eg er 13 ara gomul og hef alltaf verid mjog thung og thybbin sídan eg var 6 ara. Eg hef profad svo mikid til a grenna mig en ekkert virkar. T.d reyndi eg ad hreyfa mig klukkutima a dag og borda mjög holt med fjarrthjalfara og gerdi thad i nokkra manudi en missti ekki nema 5 kg. Hæg brennsla er í ættinni og thessvegna langadi mig a spyrjast fyrir her: er alltilagi ad borda hollt og hreyfa sig og taka brennslutöflur a medan? Held a thad muni hjalpa mikid. Thekki nefnilega strak sem gerdi thetta og er buin add grennast alvrg helling takk fyrir 🙂

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég ráðlegg þér að sleppa brennslutöflunum og einbeita þér að því að styrkja þig vel og passa upp á mataræðið. Brennslutöflur eru skammtímalausn og ekki líklegar til að skila þér árangri til lengri tíma og hættan er sú að þú þyngist snögglega aftur þegar þú hættir að taka þær. Grunnbrennsla virðist vera háð erfðum en með því að auka vöðvamassann getur þú sjálf haft talsverð áhrif á brennslugetu líkamans.

Að léttast um 5 kg á nokkrum mánuðum er heilmikill árangur fyrir þig. Á sama tíma ertu væntanlega að stækka og þroskast þar sem þú ert bara 13 ára, auk þess sem þú hefur örugglega bætt við þig heilmiklum vöðvamassa á kostnað fituvefs. Vöðvamassi er þyngri en fita og þvi segir talan á vigtinni ekki allt. Þú skalt því passa þig á því að einblína ekki bara á vigtina heldur fylgjast líka með sentimetrunum sem fara og fituprósentunni, þú finnur þetta líka á því hvernig fötin þín passa.

Gangi þér vel