Of stór skammtur – paracet

Góðan dag,

Mig langar að vita hver hættan er varðandi of stóran skammt af Paracet stílum.
Ef eins og hálfs árs barn sem ætti að fá 185 mg (annað hvort 125 mg + 60 mg eða þrjá 60 mg stíla) fær fyrir mistök þrjá 125 mg stíla.
Skammturinn var s.s. 375 mg í einu lagi, einu sinni; barnið 12,5 kg. Er þetta það mikill skammtur að hætta sé á ferðum?

Kv.

Gasan

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þetta er vissulega of stór skammtur fyrir barnið en engin ástæða til að hafa áhyggjur af því að þetta valdi skaða ef þetta hefur gerst i eitt skipti. Stundum er börnum gefið parasetamól í stærri skömmtum en ráðlagt er utan á umbúðum t.d eftir aðgerðir og þá í þann stutta tíma sem þess gerist þörf. Þessi skammtastærð er stundum gefin í eitt skipti sem lyfjaforgjöf fyrir aðgerðir og ætti þvi að þolast í þetta eina skipti hjá ykkar barni.

Gangi ykkur vel