Of lítil eistu?

Er 18 ára og er með lítil eistu, er eitthvað gert í slíku eða er þetta merki um að það er enþá eitthvað eftir af kynþroskanum mínum?
Maður heyrir það að það fyrsta sem að gerist hjá manni þegar kynþroska er hafið að þá ættu eistun að stækka…
Er kominn með hár um allann líkama nema ekkert í andlitinu…
Byrjaði seint á kynþroska og er frekar smávaxinn (170cm)
Er þetta ekki frekar óvenjulegt meðal 18ára ?
Hef farið í blóðprufur þar sem er verið að skoða ýmis hormón og vítamín varðandi annað en þar kemur ekkert fram.

Langaði að kíkja á lækni en vissi af þessari síðu og ákvað að reyna á þetta fyrst og sjá hvað ykkur finnst.
Fyrirfram þakkir

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er mjög misjafnt hvenær kynþroski byrjar en þú ert greinilega frekar seinn í þínu ferli. Það er rétt hjá þér að yfirleitt eru fyrstu merki um að kynþroski sé að byrja að eistun fara að stækka og pungurinn dökknar. Eistun eru að stækka alveg frá fæðingu en stækka síðan hraðar eftir að kynþroski hefst og þau stækka í allt að 6 ár á kynþroskaskeiðinu, Samkvæmt því eiga þín eftir að ná meiri þroska en ég held að það væri samt sem áður skynsamlegt fyrir þig að fara til læknis og biðja hann um að meta hvort ferlið sé í eðlilegum farvegi.

Gangi þér vel