óeðlilegur hárvöxtur

Eftir mikla þyngdaraukningu og eftir að léttast á miðju kynþroska skeiðinu fyrir 2-3 arum þá er ég með óeðlilegan harvöxt allstaðar ef ég raka mig byrjar það að sjást 3-4 klt seinna brjóstin mín voru heldur ekki komin til staðar þegar ég lettist og hafa því aldrei verið og er hrædd um hvort það hafi haft áhrif a vöxtin varanlega

Sæl

Þetta er vandamál sem þú ættir að ræða um við heimilislækni og fá ráðleggingar og aðstoð með hvað sé best að gera fyrir þig í þessari stöðu. Það þarf að komast að því hvað er að valda hárvextinum og hvort truflun sé á framleiðslu hormóna eða eitthvað annað sem veldur. Þegar búið er að komast að því hvað veldur er hægt að ráðleggja þér með meðferðarmöguleika.

Gangi þér vel