Óeðlilegt át

Af hverju borða börn sand?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er ekki til neitt eitt svar við því afhverju börn borði sand. Sumir vilja meina að þetta sé hluti af barndómnum, að börn séu að uppgvöta heiminn í gegnum skilningarvit sín og það sé því alveg eðlilegt að þau bragði á því sem er í nánasta umhverfi þeirra. En eflaust eru til fleiri skoðanir og kenningar um þessa hegðun sem við hjá doktor.is höfum ekki komist yfir.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.