Öðruvísi húð á hálsi

Sæl/l

Ég er nú bara að spurja af forvitni.. En ég hef verið með mjög grófa húð á hálsinum (ca 10 cm blettur) síðan ég man eftir mér. Þetta eru eins og litlir upphleyptir punktar sem eru alltaf hvítir og þess vegna verður þessi blettur flekkóttur þegar ég fæ lit.

Veistu hvað þetta getur verið?

https://scontent-ams2-1.xx.fbcdn.net/hphotos-xaf1/v/t1.0-9/11391139_10206079429937614_4338144057180421672_n.jpg?oh=8e7383bec8a33a97fc03c50234e73ff0&oe=55F24FC0

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta verið alls kyns misfellur á húð eða litabreytingar sem eru eðlilegar ig lítið er hægt að eiga við en best er fyrir þig að fara til húðlæknis sem getur skoðað þetta nánar og gefið sitt álit.

 

gangi þér vel