Nýrun og kláði í húð?

Mig langaði að forvitnast hvort að nýrun geti haft einhver áhrif á kláða í húð?

Ég er 24 ára og ég hef verið að fá steina í nýrun undanfarin ár og ég fór til nýrnalæknis eitt skipti sem sagði mér að ég væri að framleiða of mikið D vítamín. Það var ekkert gert neitt í því.
Ég fór síðan að fá kláða í húðina, fór til ofnæmislækni sem sagði að þetta væru líklegast ofnæmisviðbrögð við einhverju og sagði mér að taka inn Histasín.
Næstum ári seinna er ég enn að taka inn Histastín því ef ég tek það ekki inn er ég að klóra mér til blóðs útaf kláða.

Gæti þetta verið ójafnvægi í starfsemi hjá nýrunum sem hefur þessi áhrif?

Sæl

Bilun í starfssemi nýrna getur valdið kláða en venjulega eru þá ýmis fleiri einkenni um bilun í starfsseminni svo sem  minnkaður þvagútskilnaður, háþrýstingur, bjúgur, blóðleysi, ógleði, uppköst, höfuðverkur eða  skjálfti svo eitthvað sé nefnt.

Nýrnasteinar eru ekki það sama og nýrnabilun og þeir sem fá nýrnasteina lenda fæstir í nýrnabilun svo líkurnar eru meiri á að skýringin á kláðanum sé önnur en ég hvet þig til þess að ræða betur við lækni um þessi einkenni og möguleg úrræði.

Gangi þér vel