Nýru

Af hverju koma nýrna steinar?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnin

Eftirfarandi má lesa í grein eftir Magnús Jóhannsson, lækni og prófessor:

Í þvagi er svo mikið af torleystum söltum að þau geta fallið út, myndað kristalla og steina. Til að hindra þetta eru í þvaginu sérstök lífræn efni sem koma í veg fyrir slíkar útfellingar. Ef þessi efni skortir eða þau starfa ekki rétt á viðkomandi einstaklingur það á hættu að fá nýrnasteina. Önnur ástæða fyrir nýrnasteinum er þegar óeðlilega mikið af þeim efnum sem mynda steinana er í þvaginu.

Þú getur lesið grein hans um nýrnasteina HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur