Nýrnaverkir

Undanfarin ár hef ég verið að þjást af nýrnaverkjum. Verkirnir eru eins og einhver sé að stinga mig í sitthvort nýrað og um leið og ég finn fyrir verkjunum þarf ég að pissa og verkirnir koma líka oftast þegar ég hef þurft að halda í mér í svolitla stund. Verkirnir fara þegar ég er búin að pissa en ég verð hins vegar aum svolítið eftirá.
Hef leitað lengi af einhverju sem gæti orsakað þessa verki, en hef ekki fundið neitt enþá…er þetta eðlilegt eða ætti ég að láta athuga þetta ?

Sæl

Þessir verkir eru klárlega eitthvað sem þú ættir að láta skoða. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þvagfærasýking eða nýrnasteinar. Ef þú smellir á orðin þá getur þú lesið þér betur til.

Fáðu tíma hjá lækni og mjög líklega verður þú beðin um að skila þvagprufu.

Gangi þér vel