Nýrnasteinar

Hvað eru þessir steinar yfirleitt lengi að ganga niður?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Því miður er ómögulegt að segja til um það hversu langan tíma það tekur að losa sig við nýrnastein. Það fer til dæmis eftir stærð hans og lögun og staðsetningu í nýranu.

Það er mikilvægt að drekka vel af vatni til þess að auka líkur á að hann losni en stundum getur þurft inngrip eins og til dæmis nýrnasteinbrjót.

Fáðu frekari upplýsingar um hverju þú megir búast við hjá lækninum þínum

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur