nyðurgangur og mjö mikill vindgangug

Ég hef verið með nyðurgang og mjög mikinn vindgang þannig að ég veigra mér að fara innan um fólk.Ég er ný búinn að vera í blóð prufu og það kom ekkert út úr því.Nú bara hvað er til ráða (ÉG ER MJÖG UPPÞEMD)
Með fyrirfram þakklæti kveðja

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina.

Meltingafæravandamál þarf að skoða út frá fleiri þáttum en bara blóðprufu t.d. hvort geti verið að þú sért með fæðuóþol s.s. fyrir mjólkurvörum eða kornmat. Hægt er að gera tilraun með það sjálfur t.d. með því að taka algjörlega út mjólkurvörur eða kornmat í 2-3 vikur og setja þær svo smá saman inn aftur og sjá hvaða áhrif það hefur á vandamálið.

Í apótekum og flestum stærri matvöruverslunum er hægt að kaupa meltingargerla sem þú tekur einu sinni á dag eða fyrir máltíðir, fer eftir því hvert vandamálið er og hvaða tegund þú kaupir, en þú getur fengið frekari ráðleggingar um hvað hentar þér í apóteki.

Annars ráðlegg ég þér að fara aftur til heimilislæknis og ræða þetta tiltekna vandamál sem getur þá vísað þér áfram til meltingafærasérfræðings sé ástæða til.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur.