Njálgur á meðgöngu

Hæ og takk fyrir frábærann vef. Ég komst að því fyrir skömmu að ég væri með njálg. Er komin 35 vikur á leið og var þessvegna ekki ráðlagt að taka inn Vermox, heldur Vanquin. Ég tók inn 8 töflur semsagt fyrir 10 dögum síðan. Svo fór ég að finna aftur fyrir einkennum og óþægindum(bæði við endaþarm og leggöng) fimm til sex dögum seinna. Þá hafði ég samband við lækni og var þá ávísað gyllinæðarstíla sem ég hef verið að nota tvisvar á dag til að slá á einkennin þar sem læknirinn taldi ekki óhætt fyrir mig að taka inn annan skammt af Vanquin svo fljótt eftir fyrsta skammtinn. Stílarnir hafa virkað ágætlega part úr degi og á nóttunni síðustu daga, en svo er ég búin að vera að ærast í allan dag og finnst allt vera á iði þarna niðri(hvort það sé sálrænt veit ég ekki), án þess þó að hafa orðið vör við ormana í hægðunum eins og fyrst. Þetta allavega varð til þess að ég asnaðist til að taka inn annan skammt (8 töflur) af vanquin áðan en fór svo að lesa á fylgiseðilinn þar sem stendur að lágmark 2 vikur þurfi að líða á milli skammta. Þannig nú er ég komin með heljarinnar bakslag og hrædd um að ég hafi verið að stofna barninu í hættu. Svo mín spurning er: Er skaðlegt fyrir mig eða barnið að láta ekki nema 10 daga líða milli skammtana eða get ég alveg verið róleg?

Kveðja „ein taugaveikluð“

Sæl

Þú skalt endilega hafa samband við lækninn þinn. Ef þér líður að öðru leyti vel er líklegt að að sé í lagi en það er ekki hægt að fullyrða það og þú verður ekki í rónni með þetta fyrr en þú færð skoðun og mat. Eins þarf að aðstoða þig betur með þessi einkenni.

Gangi þér vel