Njálgur

Sæl,

Fyrir 3 dögum uppgötvaði ég að ég væri með njálg. Daginn eftir fór ég til læknis og fékk lyfið Vermox.
Nú eru 2 sólarhringar síðan ég tók lyfið og ég er að ærast úr áhyggjum yfir að njálgurinn fari ekki, og ímynda mér alltaf að það sé eitthvað á iði þarna niðri, vegna þess að þetta er mjög ógeðfellt.
Ég er búin að þrífa og spritta allt sem er hægt að þrífa og spritta á þessu heimili.
Ég er búin að lesa mig mjög mikið til á netinu og þar stendur að algengt sé að maður fái njálginn aftur, en ég get ekki ímyndað mér að fá hann aftur. Spurningin mín er, ef ég þríf allt endalaust, skipti oft um rúmföt og nærföt, og tek næstu pillu aftur eftir 7-10 daga.. eru þá einhverjar líkur á að ég fái njálg aftur?
Og annað, nú eru 2 sólarhringar síðan ég tók lyfið, hvenær má ég stunda kynlíf? Maðurinn minn tók semsagt Vermox á sama tíma og ég en fann ekki fyrir neinum einkennum.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Varðandi endurtekið smit á þá meira við um börn þar sem erfiðara er að ráða við hreinlæti og smit frá öðrum börnum. Sængurföt á að þvo á amk 60° og þvo hendur og spritta eins og þú ert að gera. Ef farið er eftir þessum leiðbeiningum  og meðferð endurtekin eftir 2 vikur ættir þú að vera nokkuð örugg. Ég myndi ekki stunda kynlíf næstu tvær vikur eða þangað til seinni meðferð er lokið.

 

Gangi ykkur vel