Nikótín per se

Ég hef lesið mig mikið til um niktók per se, hvort það sé krabbameinsvaldandi og heilsuspillandi. Það hafa verið skiptar skoðanir á því. Spurningin mín er sú er nikótín eitt og sér, t.d í níkótín tyggjóum, plástrum og sprey krabbameinsvaldandi ásamt því að vera hættulegt heilsunni?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Nikótin er bara eitt af fjölmörgum efnum í sígarettureyk og það eitt og sér er ekki talið vera krabbameinsvaldandi. Nikótin er hins vegar mjög ávanabindandi efni sem hefur örvandi áhrif á taugakerfi og hjarta. Nikótin er aðalástæðan fyrir fráhvarfseinkennum sem reykingafólk finnur fyrir þegar það hættir að reykja og þess vegna getur verið mikil hjálp í því að nota nikótín í einhverju formi til að auðvelda ferlið. Hins vegar þarf að gæta þess að nikótinlyfið sé ekki notað of lengi. Það er gott að miða við 3 mánuði á nikótinlyfinu og alls ekki nota það lengur en ár. Nikótín hefur nefninlega skaðleg áhrif á hjarta og æðar og getur valdið æðakölkun og þar með kransæðasjúkdómum.

Mig langar að benda þér á heimsíðuna reyklaus.is og ráðgjöf í reykbindindi en þarna er hægt að fá stuðning og ráðgjöf við að hætta að reykja.

Gangi þér vel