Nikkelofnæmi?

Hver eru einkenni nikkelofnæmis?
Hvaða matur inniheldur nikkel?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Einkenni nikkel ofnæmis eru meðal annars: útbrot á húð, kláði (sem að getur verið verulegur), roði eða breyting á húðlit, þurrkublettir sem gætu minnt á brunasár og blöðrur. Varðandi hvaða matur inniheldur nikkel þá er mjög góð grein hér sem kemur vel inná hvaða matur inniheldur mikið og lítið nikkel.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur