Niðurgangur, bakverkir og „túrverkir“

Hæhæ og takk fyrir góðan vef. En þannig er mál með vexti ég er búin að fá 2 jákvæð þungunarpróf og er líklegast ófrísk og þá ekki komin nema rétt um 5 vikur 6 vikur, á tíma hjá kvensjúkdómalækni í vikunni til að staðfesta það. En ég er búin að vera með svo slæma verki í mjóbaki beggja megin heldur stundum fyrir mér vöku sökum byltingar og verkja. Einnig hef ég verið með svolitla túrverki eða togverki koma oft svona togverkir þegar ég teygji mig svona strengur upp magan. Hef líka verið með niðurgang í nokkra daga. Hef líka verið svo uppþembd þarna neðst í kviðnum rétt fyrir ofan lífbeinið. Er ekki með neina stingi eða verki í brjóstum finn að þau hafa stækkað örlítið og eru oftast stinn og hnútarnir hafa stækkað er það eðlilegt?
Einnig spyr ég er þetta allt saman eðlilegt ? ég fékk einnig blóðuga ´“útferð“ eða svona slím var svoltið ferkst blóð en engir verkir þeir stóðu yfir í ca 2 og hálfan dag til 3 daga en hefur ekkert komið núna í ca 4 daga..

Kveðja fröken spurningaflóð 🙂

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Verkirnir og breytingarnar sem þú ert að  lýsa geta vel átt við þær breytingar sem eiga sér stað í líkamanum þegar þungun á sér stað. Ég hvet þig til þess að ræða við lækninn um þessa líðan og svo eins í framhaldinu að vera í sambandi við ljósmóður með allar spurningarnar sem án efa munu vakna hver af annarri. Mundu bara að engin spurning er „röng“ eða „vitlaus“. Eins er vefurinn ljosmodir.is mjög góður og ráðlegg ég þér að skoða hann vel.

Gangi þér vel