Neyðarpillan

Sæl, ég vildi fá að leggja fram nafnlausa spurningu.

Ég er 18 ára og ég tók neyðarpilluna núna fyrir einhverjum dögum.

Spurning mín er þessi,

Hefur neyðarpillan sömu áhrif og fóstureyðing? – að mögulega minnka möguleika á getnaði í framtíðinni?

Ég er svo ótrúlega hrædd við að komast að því í framtíðinni að ég sé ófrjó og hef miklar áhyggjur af þessu.

Fyrirfram þakkir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Engar rannsóknir hafa sýnt framá að neyðarpillan hafi áhrif á getnað í framtíðinni.

Það sem hún getur reyndar gert er að riðla tíðarhringnum þínum, en hann ætti að komast á rétt ról fljótlega.

Gangi þér vel